Á fundi skipulagsfulltrúa 31. júlí 2015 var lögð fram umsókn
Fring ehf.
mótt. 17. júlí 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.174.2 vegna lóðanna nr. 66-68 og 70 við Laugaveg. Í breytingunni felst að þriggja hæða bakhús á lóð nr. 70 við Laugaveg (áður 70B) megi standa áfram, húsið verður lagfært, notað sem gistirými á öllum hæðum og tengist hóteli á aðliggjandi lóð nr. 66-68 við Laugaveg. byggingarreitur á jarðhæð fyrir hús nr. 70 sem stendur við Laugaveg er minnkaður, á lóð nr. 66-68 við Laugaveg er heimilað að koma fyrir stigahúsi og lyftu á þremur hæðum við vesturgafl bakhúss á lóð nr. 70 við Laugaveg o.fl., samkvæmt uppdr. Adamssonar ehf. dags. 15. júlí 2015. Einnig lagt fram samþykki eiganda Vitastíg 13 á kvöð um aðkomu dags. 29. júlí 2015. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Laugavegi 64 og 72, Vitastíg 11 og 13, Grettisgötu 47, 47A, 49, 51, 53, 53B, 55A og 55B