Stækkun húss og breyting lóðar
Brekkustígur 9
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 2 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 886
29. september, 2022
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
487548
488576 ›
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. maí 2022 þar sem sótt er um leyfi til að endurbyggja og hækka hús og byggja stigahús á bakhlið einbýlishúss á lóð nr. 9 við Brekkustíg. Erindi var grenndarkynnt frá 14. júní 2022 til og með 13. júlí 2022. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Sigrún Baldvinsdóttir dags. 5. júlí 2022, Þorsteinn Geirharðsson dags. 11. júlí 2022 og Kjartan Sveinsson og María Huld Markan Sigfúsdóttir dags. 13. júlí 2022. Einnig eru lögð fram ítarlegri gögn Kanon arkitekta ehf. dags. 20. september 2022 vegna hækkunar húss og skuggavarps. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 20. júlí 2022 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu

101 Reykjavík
Landnúmer: 100328 → skrá.is
Hnitnúmer: 10017056