Lögð fram fyrirspurn Helga Konráðs Thoroddsen dags. 7. maí 2021 ásamt bréfi dags. 6. maí 2021 þar sem byggt er á niðurstöðu og ábendingum skipulagsfulltrúa eftir grenndarkynningu byggingarleyfisumsókn fyrir lóðina nr. 9 við Brekkustíg. Í nýrri tillögu er gert ráð fyrir einni íbúð í stað tveggja, hús er lækkað, þaki breytt þannig að hægt sé að endurtaka gluggagerð 1. hæðar á 2. hæð með minni þakhalla, staðsetning svala er breytt og einfaldar útitröppur koma í stað utanáliggjandi stigahúss, samkvæmt uppdr. Kanon arkitekta ehf. dags. 6. maí 2021.