nýtt deiliskipulag
Laugavegur sem göngugata
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 740
23. ágúst, 2019
Annað
Fyrirspurn
Að lokinni kynningu er lögð er fram að nýju lýsing skipulagsfulltrúa, dags. 28. júní 2019, vegna nýs deiliskipulags fyrir Laugaveginn sem göngugötu sem er í samræmi við samþykkt Borgarstjórnar Reykjavíkur. Markmið og tilgangur er að skipuleggja varanlegar göngugötur á Laugavegi, Bankastræti og Skólavörðustíg. Unnið er samhliða því að forhönnun og undirbúningi í samráði við hagsmunaaðila. Ákveðið verður í framhaldinu hvort unnið verði eitt heildstætt skipulag fyrir götukaflana, eða svæðið bútað niður í áfanga. Lýsing var kynnt frá 31. júlí 2019 til og með 21. ágúst 2019. Eftirtaldar stofnanir sendu umsagnir: Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins dags. 7. ágúst 2019, Skipulagsstofnun dags. 8. ágúst 2019 og Veitur ohf. dags. 21. ágúst 2019.
Svar

Vísa til skipulags- og samgönguráðs.