Fyrirspurn
Á fundi skipulagsfulltrúa 29.janúar 2016 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. janúar 2016 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt 6 hæða fjölbýlishús á tveggja hæða kjallara, einangrað og klætt að utan með flísum/málmklæðningu, sjö stigahús með 106 íbúðum og verslun og þjónustu á jarðhæð á reit 5B og verður matshluti 05 á lóð nr. 2 við Austurbakka. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 17. mars 2016.
Erindi fylgir bréf frá hönnuði dags. 21. janúar og skýrsla um hönnunarforsendur hljóðvistar dags. 21. janúar 2016. Stærð A-rými: 17.408,1 ferm., 62.902,2 rúmm. B-rými: 2.107,8 ferm., 7.110,5 rúmm.
C-rými: 64,8 ferm. Gjald kr. 10.100