Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. janúar 2015 þar sem sótt er um leyfi til að byggja bílakjallara með 120 stæðum á reit 1 og 2 og 1. áfanga, sem eru tvö samtengd sex hæða steinsteypt fjölbýlishús með 49 íbúðum á reit 1 á lóð nr. 2 við Austurbakka. Erindi fylgir brunahönnun og greinargerð um hljóðvist frá Verkís dags. í desember 2014, yfirlit yfir fornminjar á svæðinu frá Borgarsögusafni Reykjavíkur dags. 8. júní 2014 og umsögn um hugsanlega fornleifafundi frá Minjastofnun Íslands dags. 2. júlí 2014. Stærð: Kjallari 357 ferm., bílakjallari (B-rými) 3.897,8 ferm., 1. hæð1.098,1 ferm., 2. hæð 995,2 ferm., 3. hæð 992,1 ferm., 4. og 5. hæð 1.011,8 ferm., 6. hæð 794,6 ferm. Samtals A-rými: 6.260,6 ferm., 27.480,9 rúmm. Samtals B-rými: 4.226,7 ferm., xx rúmm. Gjald kr. 9.500