Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. mars 2019 var lögð fram fyrirspurn
PKdM arkitekta ehf.
dags. 21. febrúar 2019 ásamt greinargerð dags. 21. febrúar 2019 um breytingu á skilmálum Austurhafnar vegna lóðarinnar nr. 2 við Austurbakka sem felst í að heimila gististað í ákveðnum fjölda íbúða á reit 1. Einnig eru lagðir fram uppdr.
PKdM arkitekta ehf.
dags. 2. júní 2015 síðast br. 12. júní 2018. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. apríl 2019.