Lögð fram umsókn Sigurðar Einarssonar mótt. 2. september 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Austurhafnar vegna lóðarinnar nr. 2 við Austurbakka. Í breytingunni felst að heimiluð er 7. hæð á reit 5 að hámarki 600 m2 og verður efsta hæðin inndregin frá byggingarlínu um 5 metra. Einnig skulu handrið lúta sömu skipulagskröfum og skjólvirki hvað varðar hámarkshæð og gegnsæi, samkvæmt uppdr. Batterísins arkitekta ehf. dags. 13.ágúst 2015.