(fsp) breyting skilmálum deiliskipulags
Austurbakki 2, Tónlistarhús
Síðast Synjað á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 535
17. apríl, 2015
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Landstólpa þróunarfélags ehf. dags. 10. apríl 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Austurhafnar vegna lóðarinnar nr. 2 við Austurbakka. Í breytingunni felst að hæðarkótar bygginga verði leiðréttir í samræmi við breytingar á hæðarkótum gatna, inndráttur jarðahæðar við Tryggvagötu minnkar úr 2 metrum í 1,5 metra, nýtingarhlutfall hækkar í hlutfalli vi ð B og C rými o.fl., samkvæmt uppdr. Batterísins Arkitekta ehf. dags. 15. apríl 2015. Einnig er lögð fram greinargerð Batterísins arkitekta ehf. ódags., bréf Pálmars Kristmundssonar ark. f.h. Landstólpa þróunarfélags ehf. dags. 9. apríl 2015 og samþykki meðlóðarhafa dags. 9. apríl 2015.
Svar

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.