(fsp) breyting skilmálum deiliskipulags
Austurbakki 2, Tónlistarhús
Síðast Synjað á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 554
18. september, 2015
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Á fundi skipulagsfulltrúa 4. september 2015 var lögð fram umsókn Sigurðar Einarssonar mótt. 2. september 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Austurhafnar vegna lóðarinnar nr. 2 við Austurbakka. Í breytingunni felst að heimiluð er 7. hæð á reit 5 að hámarki 600 m2 og verður efsta hæðin inndregin frá byggingarlínu um 5 metra. Einnig skulu handrið lúta sömu skipulagskröfum og skjólvirki hvað varðar hámarkshæð og gegnsæi, samkvæmt uppdr. Batterísins arkitekta ehf. dags. 13.ágúst 2015. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs