Fyrirspurn
Á fundi skipulagsfulltrúa 7. júní 2013 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 4. júní 21013 þar sem sótt er um leyfi til að stækka 2. hæð, koma fyrir á þeirri hæð skrifstofum, fundarherbergi, setustofu og eldhúsi fyrir kynningar og á 1. hæð að innrétta kennslurými, koma fyrir matsal nemenda, innkeyrsluhurð að vestanverðu er lokað og komið fyrir nýjum inngangi inn í húsið á lóð nr. 20 við Vatnagarða. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. júní 2013. Stækkun 2. hæðar er: 139,8 ferm. Gjald kr. 9.000