breyting á deiliskipulagi
Kirkjuteigur 24, Laugarnesskóli
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 824
11. júní, 2021
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. 28. janúar 2021 að breytingu á deiliskipulagi Teigahverfis lóðarinnar nr. 24 við Kirkjuteig, Laugarnesskóli. Í breytingunni felst að heimilt verði að fjölga færanlegum kennslustofum um tvær á byggingarreit B auk þess að koma fyrir yfirbyggðu hjólaskýli nyrst á bílastæði Laugarnesskóla. Bílastæðum fækkar við það um 5 bílastæði. Afmarkaður reitur er einnig fyrir hjólastæði við inngang skólans norðanmegin. Ekki er gert ráð fyrir yfirbyggðum hjólastæðum þar. Einnig er lagt fram bréf skólastjóra Laugarnesskóla dags. 30. nóvember 2020 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 1. febrúar 2021. Tillagan var grenndarkynnt frá 7. maí 2021 til og með 8. júní 2021. Engar athugasemdir bárust.
Svar

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.