(fsp) breyting á deiliskipulagi
Smiðshöfði 8
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 753
29. nóvember, 2019
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. nóvember 2019 var lögð fram fyrirspurn Rúnars Haukssonar dags. 7. nóvember 2019 ásamt greinargerð ódags. um breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða vegna lóðarinnar nr. 8 við Smiðshöfða sem felst í að gera nýjan byggingarreit á lóð nr. 8 við Smiðshöfða fyrir einnar hæðar byggingu, samkvæmt uppdr. Rúnars Haukssonar dags. 7. nóvember 2019. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. nóvember 2019.
Svar

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 29. nóvember 2019 eru ekki gerðar athugasemdir við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað. Tillagan verður grenndarkynnt þegar hún berst.

110 Reykjavík
Landnúmer: 110611 → skrá.is
Hnitnúmer: 10018522