Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að breytingu á deiliskipulagi Nauthólsvíkur vegna aðkomutengingar við fyrirhugaða Fossvogsbrú á um 350 m kafla nýrrar tveggja akreinar akbrautar fyrir almenningssamgöngur sem fellur innan deiliskipulagsins. Kaflinn er hluti af stærri framkvæmd sem er brú yfir Fossvog fyrir almenningssamgöngur, gangandi og hjólandi vegfarendur. Samhliða breytingunni eru gerðar nokkrar fleiri breytingar á skipulaginu og það uppfært miðað við núverandi ástand. Lagðir eru fram uppdr. Landmótunar dags. 11. nóvember 2019. Einnig er lögð fram greinargerð Landmótunar dags. 11, nóvember 2019.