breyting á deiliskipulagi
Lækjargata 12
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 590
24. júní, 2016
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Íslandshótels hf. dags. 20. júní 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna Lækjargötu 10 og 12, Vonarstræti 4-4b og Skólabrú 2 samkv. uppdr. Glámu Kím arkit. ódags. Í breytingunni felst að dregið er lítillega úr byggingarmagni ofanjarðar, húshlutar eru ívið grennri, byggingarreitur jarðhæðar minnkað og garðrými í porti stækkar. Byggingahlutar næst Lækjargötu 10 og Vonarstræti 4 lækka um eina hæð en byggingarhluti næst Kirkjutorgi 6 hækkar. Sett eru skilyrði um uppbrot útveggjar að Lækjargötu í 4 einingar og gerð er grein fyrir varðveislu og frágangi fornminja.
Svar

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gr. 7.5 í Gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2014.