Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Íslandshótels hf. dags. 20. júní 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna Lækjargötu 10 og 12, Vonarstræti 4-4b og Skólabrú 2 samkv. uppdr. Glámu Kím arkit. dags. 15. september 2016. Í breytingunni felst að dregið er lítillega úr byggingarmagni ofanjarðar, húshlutar eru í við grennri, byggingarreitur jarðhæðar minnkað og garðrými í porti stækkar. Byggingahlutar næst Lækjargötu 10 og Vonarstræti 4 lækka um eina hæð en byggingarhluti næst Kirkjutorgi 6 hækkar. Sett eru skilyrði um uppbrot útveggjar að Lækjargötu í 4 einingar og gerð er grein fyrir varðveislu og frágangi fornminja. Einnig er lagt fram minnisblað Glámu Kím, dags. 5. júlí 2016. Tillagan var auglýst frá 7. október til og með 18. nóvember 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Hilmar Gunnarsson, dags. 16. nóvember 2016, Ólafur Torfason, Þröstur Ólafsson og Þorsteinn Bergsson f.h. lóðareigenda, dags. 16. nóvember 2016, Þóra Andrésdóttir, dags. 18. nóvember 2016, Jónas Örn Jónasson hdl. f.h. Þórsgarðs ehf. og eiganda Kirkjutorgs 6A, dags. 18. nóvember 2016 og Kolbeinn Karl Kristinsson, dags. 19. nóvember 2016. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. nóvember 2016 og er nú lagt fram að nýju.