breyting á deiliskipulagi
Lækjargata 12
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 819
7. maí, 2021
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. apríl 2021 var lögð fram umsókn Björns Skaptasonar dags. 4. mars 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Lækjargötu 10 og 12, Vonarstræti 4-4b og Skólabrú 2 vegna lóðarinnar nr. 12 við Lækjargötu. Í breytingunni felst að bætt er við heimild til þess að gera þaksvalir á inndregnum húshluta á þaki 4. hæðar að Vonarstræti og inngarði, samkvæmt uppdr. Atelier Arkitekta slf. dags. 3. febrúar 2021. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. sbr. 12. gr. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1472/2020.