breyting á deiliskipulagi
Mjölnisholt 4
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 573
12. febrúar, 2016
Annað
Fyrirspurn
Á fundi skipulagsfulltrúa 29. janúar 2016 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. janúar 2016 þar sem sótt er um leyfi til að byggja hæð og ris með kvisti á vestur og austur hlið, koma fyrir svölum á öllum hæðum og fjölga íbúðum úr tveimur í þrjár í húsinu á lóð nr. 4 við Mjölnisholt. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. febrúar 2016.
Varmatapsútreikningar dags. 8. jan. 2016 fylgir. Borga þarf af einu bílastæðum. Stækkun húss: mhl. 01 er 134,7 ferm., XX rúmm.
Mhl. 02: 15,1 ferm., XX rúmm. Gjald kr. 10.100
Svar

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. febrúar 2016, samþykkt með þeim skilyrðum og leiðbeiningum sem koma fram í umsögn.

105 Reykjavík
Landnúmer: 103007 → skrá.is
Hnitnúmer: 10022515