Aðflugsljós við enda flugbrautar 13
Flugvöllur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 827
2. júlí, 2021
Samþykkt
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. júní 2021 var lögð fram umsókn Hermanns Georgs Gunnlaugssonar dags. 28. júní 2018 um framkvæmdaleyfi vegna breytingu á þjónustuaðkomu að flugstöðinni á Reykjavíkurflugvelli og að Fluggörðum frá Njarðargötu og úrbóta á núverandi bílastæðum, malbika stæðin og fegra lóðina ásamt því að setja upp gjaldheimtu á bílastæðunum. Einnig er lögð fram greinargerð Teiknistofunnar Storðar ehf. dags. 28. júní 2018 og uppdrættir dags. 20. júlí 2018. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. ágúst 2018. Lagt fram að nýju ásamt umsókn Hermanns Georgs Gunnlaugssonar dags. 9. júní 2021 og bréfi dags. 9. juní 2021 um endurnýjun á framkvæmdaleyfi. Einnig eru lagðir fram uppdrættir teiknistofunnar Storðar ehf. dags. 25. júní 2013, 25. maí 2017 og 20. nóvember 2021 og uppdráttur Isavia dags. 12. maí 2017. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. júlí 2021.
Svar

Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 1. júlí 2021.
Vísað til skrifstofu sviðsstjóra til útgáfu framkvæmdaleyfis.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1472/2020.

Landnúmer: 106746 → skrá.is
Hnitnúmer: 10089795