Aðflugsljós við enda flugbrautar 13
Flugvöllur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 851
7. janúar, 2022
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn T.ark Arkitekta ehf. varðandi breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar. Í breytingunni felst að inn- og útakstur neyðarbíla að flugskýlum Landhelgisgæslunnar er færður að nýjum aðkomuvegi norðan flugskýla, samkvæmt uppdr. T.ark Arkitekta ehf. dags. 16. desember 2021. Einnig er lagt fram samþykki Landhelgisgæslunnar, Neyðarlínunnar og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins dags. 5. október 2021.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir óveruleg breytingu á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og þarf að greiða skv. 8.2. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1551/2021, áður en breytingin er auglýst í B- deild Stjórnartíðinda.

Landnúmer: 106746 → skrá.is
Hnitnúmer: 10089795