breyting á deiliskipulagi
Höfðabakki 7
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 867
9. maí, 2022
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. febrúar 2022 var lögð fram umsókn THG Arkitekta ehf. dags. 5. janúar 2022 varðandi breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða eystri vegna lóðarinnar nr. 7. við Höfðabakka. Í breytingunni felst hækkun á mæni bakhúss um 2,5 m og við það skapast möguleiki á milligólfi. Við breytinguna hækkar nýtingarhlutfall lóðar úr 0,7 í 0,8 ásamt því að bílastæðakröfur eru uppfærðar í samræmi við bíla- og hjólastæðastefnu Reykjavíkurborgar, samkvæmt uppdráttum THG Arkitekta ehf. dags. 4. maí 2022. Umsækjandi var beðin um að hafa samband við embætti skipulagsfulltrúa og er erindið nú lagt fram að nýju.
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Höfðabakka 3 og 9, Stórhöfða 22-30 og Vagnhöfða 23 og 25.
Erindið verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynningu sbr. 7.6. gr., sjá gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1551/2021.

110 Reykjavík
Landnúmer: 110680 → skrá.is
Hnitnúmer: 10023145