breyting á deiliskipulagi
Holtavegur 23, Langholtsskóli
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 539
22. maí, 2015
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Reykjavíkurborgar, dags. 6. febrúar 2015 ásamt tillögu umhverfis- og skipulagssviðs varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 23 við Holtaveg. Í breytingunni felst að koma fyrir byggingarreitum fyrir færanlegar kennslustofur á suðvestur- og suðausturhluta lóðar sunnan við álmu C og fjarlægja byggingarreit fyrir færanlegar kennslustofur í norðausturhluta lóðar, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 3. febrúar 2015. Einnig er lagt fram umboð eigna og atvinnuþróunar dags. 9. febrúar 2015. Tillagan var auglýst frá 2. mars til og með 13. apríl 2015. Engar athugasemdir bárust. Að loknum athugasemdarfresti barst athugasemd/ábending frá Hrafnhildi Brynjólfsdóttur dags. 14. apríl 2015.
Svar

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.