Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn
HEK ehf.
dags. 28. mars 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Kirkjutúns vegna lóðarinnar nr. 28 við Borgartún. Í breytingunni felst að fyrirhuguð bygging á lóð er breytt úr þjónustubyggingu í íbúða- og þjónustubyggingu, hæðum er fjölgað um eina og fyrirkomulagi bílastæða er breytt, samkvæmt uppdr. Zeppelin ehf. dags. 25. mars 2014. Tillagan var auglýst frá 14. maí til og með 25. júní 2014. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Þuríður Einarsdóttir, forstöðumaður stjórnar húsfélagsins Borgartúni 30A og 30B dags. 26. maí 2014, Vífill Oddsson og Katrín Gústafsdóttir dags. 19. júní 2014, Pálmi Finnbogason f.h. Húsfélagsins Borgartúni 30 dags. 24. júní 2014 og íbúaeigendur að Sóltúni 11 og 13 dags. 19. júní 2014. Einnig er lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 26. júní 2014 ásamt athugasemdum Hauks Viktorssonar ark. f.h. eigenda Sóltúns 11-13 dags. 16. júní 2014.