(fsp) breyting á deiliskipulagi
Holtavegur 28
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 5 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 656
3. nóvember, 2017
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. september 2017 var lögð fram fyrirspurn Urðarsels ehf. , mótt. 25. ágúst 2017, um breytingu á deiliskipulagi Laugardals austur vegna lóðar nr. 28 við Holtaveg sem felst í að stækka leikskóla að ósk borgarinnar en einnig þróa á reitnum íbúðir og byggja nýja aðstöðu og hostel, að hluta til í stað eldra húsnæðis sem þarf að rífa, skv. frumtillögum Arkþings, dags. 18. október 2017. Einnig er lagt fram bréf Urðarsels ehf. og KFUM og KFUK, dags. 19. júlí 2017 og viðskipta- og framkvæmdaáætlun, dags. 8. september 2017. Fyrirspurninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.
Svar

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs.

104 Reykjavík
Landnúmer: 104939 → skrá.is
Hnitnúmer: 10019739