Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. september 2017 var lögð fram fyrirspurn
Urðarsels ehf.
, mótt. 25. ágúst 2017, um breytingu á deiliskipulagi Laugardals austur vegna lóðar nr. 28 við Holtaveg sem felst í að stækka leikskóla að ósk borgarinnar en einnig þróa á reitnum íbúðir og byggja nýja aðstöðu og hostel, að hluta til í stað eldra húsnæðis sem þarf að rífa, skv. frumtillögum Arkþings, ódags. Einnig er lagt fram bréf
Urðarsels ehf.
og KFUM og KFUK, dags. 19. júlí 2017 og viðskipta- og framkvæmdaáætlun, dags. 8. september 2017. Fyrirspurninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.