(fsp) stækkun húss
Laugavegur 20B
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 853
21. janúar, 2022
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 14. janúar 2022 var lögð fram umsókn Páls V Bjarnasonar dags. 4. janúar 2022 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.5, Laugavegs- og Skólavörðustígsreitir, vegna lóðarinnar nr. 20B við Laugaveg. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit lóðarinnar fyrir einnar hæðar viðbyggingu við vesturhlið hússins fram að klapparstíg með þaksvölum, samkvæmt uppdr. P ARK teiknistofu sf. dags. 30. desember 2021. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 20. október 2021. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Laugavegi 20, 20a og 22 og Klapparstíg 33, 35 og 38.
Erindið verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynningu sbr. 7.6. gr., sjá gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1551/2021.