(fsp) stækkun húss
Laugavegur 20B
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 879
11. ágúst, 2022
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Páls V Bjarnasonar dags. 4. janúar 2022 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.5, Laugavegs- og Skólavörðustígsreitir, vegna lóðarinnar nr. 20B við Laugaveg. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit lóðarinnar fyrir einnar hæðar viðbyggingu við vesturhlið hússins fram að klapparstíg með þaksvölum, samkvæmt uppdr. P ARK teiknistofu sf. dags. 30. desember 2021. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 20. október 2021. Tillagan var grenndarkynnt frá 16. mars 2022 til og með 13. apríl 2022. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Haraldur Ingvarsson f.h. Reykjavík Rent ehf. dags. 12. apríl 2022 og Einar Bjarnson dags. 12. apríl 2022. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. maí 2022 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til umhverfis - og skipulagsráðs.