Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. júlí 2017 var lögð fram umsókn Ólafs Theodórs Ólafssonar, dags. 30. júní 2017 um breyting á deiliskipulagi Stjórnarráðsreits vegna lóðar nr. 10 við Klapparstíg. Breytingin gengur út á flutning á núverandi timburhúsi, aukningu á nýtingarhlutfalli og byggingu fjölbýlishúss á lóðinni, skv. uppdrætti Otium. ódags. Einnig er lögð fram greinargerð umsækjanda, dags. 30. júní 2017. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. ágúst 2017.
Svar
Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs. Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1193/2016.