Lagður fram tölvupóstur skrifstofu borgarstjórnar dags. 4. júní 2014 þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagssviðs á umsókn VSG eigna ehf. um tímabundið vínveitingaleyfi fyrir sólstöðuhátíð hjá Þrótti í Laugardal daganna 20 og 21 júní 2014 frá kl.11: - 04:00 og 22. júní 2014 frá kl. 11: - til 01:00. Einnig er fyrirliggjandi umsókn
Solstice Productions ehf.
um tímabundið vínveitingaleyfi 20. - 23. júní 2014 frá kl. 12:00 til kl. 01.00 á sama svæði. Jafnframt er lögð fram ný umsagnarbeiðni VSG eigna ehf. um eftirfarandi vínveitingarleyfi á Sólstöðuhátíðinni: 20. júní 2014: frá kl. 11:00-04:30 í skautahöll, 21. júní 2014: frá kl. 11:00- kl.01:00 á útisvæði, 21. júní 2014: frá kl. 11:00 - 04:30 í skautahöll, 22. júní 2014: frá kl. 11:00 - 01:00 á útisvæði og 22. júní 2014: 11:00 - 01:00 í skautahöll. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. júní 2014. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. júní 2014.