Viðbygging - Blóðbankinn
Snorrabraut 60
Síðast Engar athugasemdir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 824
11. júní, 2021
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. maí 2021 var lögð fram fyrirspurn Helga Konráðs Thoroddsen dags. 9. apríl 2021 ásamt bréfi dags. 31. mars 2021 um að stækka bakinngang á vesturhlið hússins á lóð nr. 60 við Snorrabraut og setja upp búnað utanhúss við norðurgafl hússins, samkvæmt uppdr. Kanon arkitekta ehf. dags. 31. mars 2021. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. júní 2021.
Svar

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 11. júní 2021 eru ekki gerðar athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað. Tillagan verður grenndarkynnt þegar hún berst.