Lögð fram umsókn Helga Konráðs Thoroddsen dags. 1. október 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 60 við Snorrabraut. Í breytingunni felst að kvöð um undirgöng er felld niður. Í stað hennar kemur kvöð um inndregna jarðhæð á horni til norðvesturs þar sem gönguleið verður að núverandi húsi og inngangi viðbyggingu. Gerðir eru nýjir byggingarreitir fyrir sorp- og reiðhjólaskýli á lóð, byggingarreit 4. hæðar við þaksvalir er breytt lítillega og byggingarmagn ofanjarðar er minnkað um 50 fm. en byggingarmagn neðanjarðar er aukið um 250 fm. Á jarðhæð er gert ráð fyrir matvöruverslun, meginfletir útveggja skulu vera sléttir eða steinaðir og fjöldi eins og tveggja herbergja íbúða fari ekki yfir 60% heildarfjölda íbúða, samkvæmt uppdr. Kanon arkitekta ehf. dags. 1. október 2019.
Svar
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra. Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018