(fsp) skipting lóðar og uppbygging
Grundarstígur 19
Síðast Synjað á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 711
11. janúar, 2019
Synjað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 26. október 2018 var lögð fram fyrirspurn Jóns Hrafns Hlöðverssonar dags. 9. október 2018 ásamt bréfi dags. 2. október 2018 um að skipta lóðinni nr. 19 við Grundarstíg í tvær lóðir og gera byggingarreit fyrir einbýlishús á tveimur til þremur hæðum á nýrri lóð, samkvæmt uppdr. Mansard - teiknistofu dags. 2. október 2018. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. janúar 2019.
Svar

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 4. janúar 2019.

101 Reykjavík
Landnúmer: 102044 → skrá.is
Hnitnúmer: 10010997