breyting á deiliskipulagi
Álftaland 15-17
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 7 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 640
7. júlí, 2017
Samþykkt
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 31. mars 2017 var lögð fram umsókn Páls V. Bjarnasonar, mótt. 27. mars 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi Eyrarlands vegna lóðarinnar nr. 15-17 við Álftaland. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit við suðvesturgafl hússins nr. 15 svo unnt verði að koma fyrir sólstofu á einni hæð og að gerður er nýr byggingarreitur norðaustan við húsið nr. 17 fyrir einnar hæðar geymsluhús, samkvæmt uppdr. P ARK teiknistofu sf., dags. 23. mars 2017. Breytingin var grenndarkynnt frá 2. júní 2017 til og með 30. júní 2017 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. júlí 2017. Jákvætt svar barst frá Atla Rúnari HAlldórssyni dags. 6. júní 2017. Eftirtaldir aðilar sendu ábendingar vegna framkvæmda á lóðunum: Ómar G. Jónsson og Ágústa S. Gunnlaugsdóttir, dags. 28. júní 2017.
Svar

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 7. júlí 2017 og heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

108 Reykjavík
Landnúmer: 108742 → skrá.is
Hnitnúmer: 10006593