breyting á deiliskipulagi
Álftaland 15-17
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 7 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 632
19. maí, 2017
Samþykkt að grenndarkynna
442646
443439 ›
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 31. mars 2017 var lögð fram umsókn Páls V. Bjarnasonar, mótt. 27. mars 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi Eyrarlands vegna lóðarinnar nr. 15-17 við Álftaland. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit við suðvesturgafl hússins nr. 15 svo unnt verði að koma fyrir sólstofu á einni hæð og að gerður er nýr byggingarreitur norðaustan við húsið nr. 17 fyrir einnar hæðar geymsluhús, samkvæmt uppdr. P ARK teiknistofu sf., dags. 23. mars 2017. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Álfalandi 9, 11, 13 og 15 og Álftalandi 5, 7, 9, 11 og 13.
Erindið fellur undir gr. 7.6 í Gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og
útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.

108 Reykjavík
Landnúmer: 108742 → skrá.is
Hnitnúmer: 10006593