Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Teiknistofunnar Óðinstorgi HH ehf., mótt. 25. nóvember 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Skógarhlíðar vegna lóðarinnar nr. 20 við Skógarhlíð. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit hússins til vesturs, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Óðinstorgi HH ehf., dags. 21. desember 2016. Tillagan var auglýst frá 24. mars til og með 5. maí 2017. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Margrét Sveinsdóttir, dags. 10. apríl 2017 og 8 íbúar við Eskihlíð 24 og 26 , dags. 4. maí 2017. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 12. maí 2017 og er nú lagt fram að nýju.