Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. desember 2016 var lögð fram umsókn
Hornsteina arkitekta ehf.
, mótt. 1. desember 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Skógarhlíðar vegna lóðarinnar nr. 22 við Skógarhlíð. Í breytingunni felst að heimilt verði að byggja allt að 22 íbúðir auk þess sem gert er ráð fyrir allt að 6 íbúðum í núverandi húsi (Þóroddsstöðum), samkvæmt uppdr.
Hornsteina arkitekta ehf.
, dags. apríl 2016. Einnig er lögð fram drög að greinargerð, ódags. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.