(fsp) breyting á deiliskipulagi
Þverholt 15-19 og 21
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 483
14. mars, 2014
Engar athugasemdir
Fyrirspurn
Á fundi skipulagsfulltrúa 7. mars 2014 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 4. mars 2014 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fimm hæða fjölbýlishús með 60 íbúðum í þremur stigahúsum, Einholt 8, mhl.07, Þverholt 19, mhl.03, Þverholt 21, mhl. 04, á lóð nr. 15-21 við Þverholt. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. mars 2014..
Erindi fylgir brunahönnun frá VSI dags. 25. febrúar 2014, greinargerð vegna hljóðvistar dags. í febrúar 2014 og útreikningur á varmatapi. Stærð mhl.04: Kjallari -1, 57,7 ferm., Kjallari 448,9, 1. hæð 494,2 ferm., 2., 3. og 4 hæð 595,9 ferm. Samtals: 3.075,3 ferm., 9.450,7 rúmm. Stærð mhl.07: Kjallari -1, 48,2 ferm., Kjallari 197,9 ferm., 1. hæð 542,5 ferm., 2. hæð 560,8 ferm., 3. og 4. hæð 595,2 ferm., 5. hæð 400,3 ferm. Samtals: 2.920,1 ferm., 8.739,8 rúmm. Stærð mhl.03: Kjallari -1, 163,3 ferm., Kjallari, 205,8 ferm., 1. hæð 289,8 ferm., 2. hæð 288,2 ferm., 3. og 4. hæð 332,7 ferm., 5. hæð 354 ferm. Samtals: 1.966,5 ferm., 5.953,4 rúmm. Gjald kr. 9.500
Svar

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 13. mars 2014.

105 Reykjavík
Landnúmer: 215990 → skrá.is
Hnitnúmer: 10118249