Fyrirspurn
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 4. mars 2014 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fimm hæða fjölbýlishús með 60 íbúðum í þremur stigahúsum, Einholt 8, mhl.07, Þverholt 19, mhl.03, Þverholt 21, mhl. 04, á lóð nr. 15-21 við Þverholt.
Erindi fylgir brunahönnun frá VSI dags. 25. febrúar 2014, greinargerð vegna hljóðvistar dags. í febrúar 2014 og útreikningur á varmatapi. Stærð mhl.04: Kjallari -1, 57,7 ferm., Kjallari 448,9, 1. hæð 494,2 ferm., 2., 3. og 4 hæð 595,9 ferm. Samtals: 3.075,3 ferm., 9.450,7 rúmm. Stærð mhl.07: Kjallari -1, 48,2 ferm., Kjallari 197,9 ferm., 1. hæð 542,5 ferm., 2. hæð 560,8 ferm., 3. og 4. hæð 595,2 ferm., 5. hæð 400,3 ferm. Samtals: 2.920,1 ferm., 8.739,8 rúmm. Stærð mhl.03: Kjallari -1, 163,3 ferm., Kjallari, 205,8 ferm., 1. hæð 289,8 ferm., 2. hæð 288,2 ferm., 3. og 4. hæð 332,7 ferm., 5. hæð 354 ferm. Samtals: 1.966,5 ferm., 5.953,4 rúmm. Gjald kr. 9.500