Fyrirspurn
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11. mars 2014 þar sem sótt er um leyfi til að byggja 4 - 5 hæða steinsteypt fjölbýlishús með 120 íbúðum á bílageymslu sem rúmar 118 bíla á sameinaðri lóð nr. 15 við Þverholt.
Byggð verða fjögur aðskilin hús á bílakjallara, sem er tvær hæðir að hluta og skiptist í sjö matshluta sem verða Þverholt 19, 21 og 23 og Einholt 8, 10 og 12 á lóð nr. 15 við Þverholt. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. mars 2014.
Erindi fylgir brunahönnun frá VSI dags. 25. febrúar 2014, útreikningur á varmatapi dags. 7. mars 2014 og greinargerð um hljóðvist dags. í febrúar 2014. Stærðir: Einholt 8, mhl. 07: 2.920,1 ferm., 8.739,8 rúmm. Einholt 10, mhl. 08: 2.953 ferm., 8.953,6 rúmm. Einholt 12, mhl. 09: 2.332,1 ferm., 7.246,2 rúmm. Þverholt 19, mhl. 03: 1.966,5 ferm., 5.953,4 rúmm.
Þverholt 21, mhl. 04: 3.075,3 ferm., 9.450,7 rúmm. Þverholt 23, mhl. 05: 2.691,1 ferm., 8,391,2 rúmm. Mhl. 11, bílgeymsla: 4.433,8 ferm., 14.778 rúmm. Samtals ofanjarðar: 13.735,7 ferm., xx rúmm. B-rými 905,3 ferm., xx rúmm. Samtals: 14.641 ferm., xx rúmm. Samtals neðanjarðar: 6.636,2 ferm., xx rúmm. Gjald kr. 9.500