Breyta svölum, byggja nýjar, breyta í tvíbýli
Bragagata 34
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 7 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 638
23. júní, 2017
Samþykkt að grenndarkynna
444724
444448 ›
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. júní 2017 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. júní 2017 þar sem sótt er um leyfi til að breyta einbýlishúsi í tvíbýlishús með því að gera nýja íbúð á 1. hæð, breyta stiga á bakhlið, endurnýja geymsluskúr á baklóð og setja svalir á suðurhlið rishæðar á húsi á lóð nr. 34 við Bragagötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. janúar 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. janúar 2016. Jafnframt er erindi BN049369 dregið til baka og erindi BN048845 fellt úr gildi. Gjald kr. 9.923
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Bragagötu 31, 32, 34a, 34b og Haðarstíg 15.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gr. 8.2. í GJALDSKRÁ vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og
útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.