breyting á deiliskipulagi
Bíldshöfði 8
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 6 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 651
29. september, 2017
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Gunnlaugs Johnson, mótt. 19. september 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 8 við Bíldshöfða. Í breytingunni felst stækkun og breyting á byggingarreit svo að meðfram norður-, suður- og austurhlið meginhúss komi 4 metra breiður aukinn byggingarreitur, sem nýta má allt að 25% fyrir útbyggingar. Engin ein útbygging má vera lengri en 6 metra, að sunnanverðu verði leyfilegt að byggja allt að 6 metra háar útbyggingar og að norðan- og austanverðu verði heimilt að byggja allt að 4,5 metra háar útbyggingar, samkvæmt uppdr. Gunnlaugs Johnson, dags. 14. september 2017.
Svar

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.

110 Reykjavík
Landnúmer: 110667 → skrá.is
Hnitnúmer: 10008072