breyting á deiliskipulagi
Bíldshöfði 8
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 7 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 652
6. október, 2017
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. september 2017 var lögð fram umsókn Gunnlaugs Johnson, mótt. 19. september 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 8 við Bíldshöfða. Í breytingunni felst stækkun og breyting á byggingarreit svo að meðfram norður-, suður- og austurhlið meginhúss komi 4 metra breiður aukinn byggingarreitur, sem nýta má allt að 25% fyrir útbyggingar. Engin ein útbygging má vera lengri en 6 metra, að sunnanverðu verði leyfilegt að byggja allt að 6 metra háar útbyggingar og að norðan- og austanverðu verði heimilt að byggja allt að 4,5 metra háar útbyggingar, samkvæmt uppdr. Gunnlaugs Johnson, dags. 14. september 2017. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Bíldshöfða 4-6 og 10 þegar lagfærð gögn hafa borist embættinu.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016

110 Reykjavík
Landnúmer: 110667 → skrá.is
Hnitnúmer: 10008072