breyting á deiliskipulagi
Einarsnes 44 og 44A
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 657
10. nóvember, 2017
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. október 2017 var lögð fram fyrirspurn Bjarna Friðrikssonar, Efemiu M. Friðriksdóttur og Hönnu L. Steinssonar mótt. 12. október 2017 um breytingu á lóðamörkum lóðanna nr. 44 og 44A við Einarsnes þannig að bílastæði sem tilheyrir Einarsnesi 44 verði hluti af lóð Einarsness 44A. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. nóvember 2017.
Svar

Ekki eru gerðar athugasemdir við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. nóvember 2017.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.

102 Reykjavík
Landnúmer: 180268 → skrá.is
Hnitnúmer: 10079116