breyting á deiliskipulagi
Einarsnes 44 og 44A
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 732
14. júní, 2019
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. maí 2019 var lögð fram umsókn Arnfríðar Sigurðardóttur dags. 16. maí 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Einarsness vegna lóðanna nr. 44 og 44A við Einarsnes. Í breytingunni felst færsla á lóðamörkum þannig að bílastæði á baklóð húss nr. 44 verði hluti af lóð 44A. Lóð nr. 44 minnkar um 16 fm. við breytinguna og lóð nr. 44A stækkar sem því nemur. Kvöð um bílastæði á baklóð húss nr. 44 fellur niður, samkvæmt uppdr. Teiknistofu arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar ehf. dags. 3. maí 2019 br. 12. júní 2019. Einnig er lagt fram samþykki eigenda dags. 14. maí 2019. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gr. 8.2 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.

102 Reykjavík
Landnúmer: 180268 → skrá.is
Hnitnúmer: 10079116