Lögð fram umsókn
Zeppelin ehf.
dags. 26. júní 2019 um breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.1, Frakkastígsreits, vegna lóðanna nr. 33, 35 og 37 við Laugaveg og 4 við Vatnsstíg. Í breytingunni felst að húsin á Laugavegi verði gerð upp í upprunalegri mynd, heimilað verði að rífa Laugaveg 33A, húsin við Laugaveg 35 verði hækkuð um eina hæð og timburhús lengt til vesturs, heimilað verði að byggja á baklóð, gamalt timburhús verði flutt og nýlegt steinhús rifið og nýtt hús reist í staðinn, timburhúsið við Vatnsstíg 4 verði rifið og byggt nýtt hús í staðinn ásamt breytingum á lóðarstærðum samkvæmt uppdrætti Zeppelin arkitekta ehf. dags 28. júní 2019. Einnig er lagt fram umboðsbréf og rökstuðning fyrir hóteli ásamt mæli- og hæðarblaði.
Sótt er um breytingu á deiliskipulagi lóða númer 33, 35 og 37 við Laugaveg og Vatnsstíg 4. Samkvæmt tillögu að deiliskipulagsbreytingu er gert ráð fyrir að: Húsin á Laugavegi verð gerð upp í upprunalegri mynd, nema hvað heimilað verði að rífa Laugaveg 33a Húsin á Laugvegur 35 verði hækkuð um eina hæð og timburhús lengt til vesturs. Einnig verði heimilað að byggja á baklóð. Gamalt timburhús á baklóð verði flutt og nýlegt steinhús rifið. Í þeirra stað verði reist nýtt hús. Timburhúsið á Vatnsstíg verði rifið og nýtt byggt í þess stað. Gerðar verða breytingar á lóðastærðum.
Svar
Vísað til skipulags- og samgönguráðs. Vakin er athygli á að erindið fellur undir lið 7.5 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.