Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. maí 2018 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. maí 2018 þar sem sótt er um leyfi til að lyfta húsi um 90cm, byggja kjallara undir allt húsið og tveggja hæða viðbyggingu á bakhlið, innrétta verslun og þjónustu í kjallara og á 1. hæð og skrifstofur á 2. hæð ásamt því að endurgera ytra byrði til samræmis við útlit þess frá 1924, hús á lóð nr. 18 við Hafnarstræti. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. maí 2018,
Erindi fylgja umsagnir Minjastofnunar Íslands dags. 4. janúar 2017, 20. september 2017, 29. nóvember 2017, 15. febrúar 2018. Stækkun: 339,2 ferm., 1.282,3 rúmm. Gjald kr. 11.000