Flytja hús og nýbygging
Bergstaðastræti 27 og 29
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 5 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 722
29. mars, 2019
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. mars 2019 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. mars 2019 þar sem sótt er um leyfi til að flytja friðað timburhús um lengd sína til suðurs á nýjan steinsteyptan kjallara, endurgera og innrétta tvær íbúðir og til að rífa, endurbyggja og stækka steinhús sem fyrir er á lóð og innrétta átta íbúðir á lóð nr. 27 við Bergstaðastræti, samkvæmt uppdráttum Glámu-Kím dags. 26. febrúar 2019. Einnig eru lagðir fram skýringaruppdrættir Glámu-Kím dags. 14. mars 2019, skuggavarpsuppdrættir Glámu-Kím dags. 28. mars 2019 og götumyndir ódags. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju. Erindi fylgir greinargerð hönnuðar dags. 25. febrúar 2019, greinargerð um hita- og rakaástand, minnisblað um burðarvirki og lagnir dags. 22. febrúar 2019 og minnisblað um hljóðvist dags. 22. febrúar 2019. Eftir stækkun, mhl. 01, A-rými: 172,3 ferm., 514,8 rúmm. Mhl. 02, A-rými: 640,1 ferm., 1.946,2 rúmm. B-rými: 17,7 ferm., 49,6 rúmm. Gjald kr. 11.200
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Bergstaðastræti 24,24B, 25, 25B,26, 26B, 28, 28A, 29 og 31A, Óðinsgötu 14A, 14B, 16, 16B, 18, 18A, 18B og 18C.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1193/2016..

101 Reykjavík
Landnúmer: 102073 → skrá.is
Hnitnúmer: 10007042