Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. október 2021 var lögð fram fyrirspurn
Noland Arkitektar ehf.
dags. 30. ágúst 2021 um að breyta notkun hússins á lóð nr. 27-29 við Rauðarárstíg úr skrifstofum í íbúðir, fækka bílastæðum við götu og gera breiðari gangstétt, setja nýja inndregna hæð á húsið og svalagang að aftanverðu ásamt nýjum svölum. Á jarðhæð verða íbúðir að hluta og núverandi veitingarými verður óbreytt. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags 4. nóvember 2021.