Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju erindi Háskóla Íslands dags. 25. nóvember 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands vestan Suðurgötu. Í breytingunni felst að á reit A3 verður byggingarmagn aukið, nýtingarhlutfall á lóð hækkað og hámarkshæð byggingar aukin auk þess sem gert er ráð fyrir þakgarði á húsinu samkvæmt uppdrætti Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. dags. 15. nóvember 2008. Tillagan var áður auglýst frá 19. desember 2008 til og með 5. febrúar 2009. Athugasemd barst frá: Kristínu Björgu Helgadóttur dags. 5. febrúar 2009 f.h. húsfélagsins að Birkimel 8, 8A og 8B. Einnig eru lögð fram bréf fulltrúa Háskóla Íslands, Félagsstofnun stúdenta og Þjóðminjasafns Íslands dags. 17. febrúar 2009, bréf Teiknistofu Gylfa Guðjónssonar og félaga dags. 2. febrúar 2009, umsögn skipulagsstjóra dags. 27. febrúar 2009, umsögn umhverfis- og samgöngusviðs dags. 26. febrúar 2009 ásamt bréfi Háskóla Íslands dags. 10. mars 2009 með drögum af samgöngustefnu HÍ. Tillagan var endurauglýst frá 29. desember 2011 til og með 9. febrúar 2011. Engar nýjar athugasemdir bárust. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra um eldri athugasemdir dags. 4. mars 2011.