ósk um samstarf við gerð rammaskipulags
Háskóli Íslands
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 368
14. október, 2011
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Landmótunar f.h. Háskóla Íslands dags. 20. júní 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands í Vatnsmýri. Í breytingunni felst niðurfelling á áður samþykktri stækkun á tjörn og votlendisstæði ásamt að bæta umferð og dvöl á svæðinu með stígagerð, upplýsingaskiltum og fuglaskoðunarhúsi. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 11. október 2011. Tillagan var auglýst frá 31. ágúst til og með 12. október 2011. Engar athugasemdir bárust.
Svar

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar